Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. desember 2017 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Shaw fær tækifæri
Shaw fær tækifæri.
Shaw fær tækifæri.
Mynd: Getty Images
Torres snýr aftur á sinn gamla heimavöll.
Torres snýr aftur á sinn gamla heimavöll.
Mynd: Getty Images
PSG mætir Bayern. Neymar er á bekknum.
PSG mætir Bayern. Neymar er á bekknum.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð Meistaradeildarinnar hefst í kvöld og lýkur á morgun. Mikið af spennandi viðureignum á dagskrá.

Manchester United mætir CSKA Moskvu á Old Trafford í Manchester. United þarf aðeins eitt stig til að vinna riðilinn og má tapa með sex marka mun en fer samt áfram ef Basel mistekst að vinna Benfica. Ef United tapar og Basel vinnur ekki Benfica fara United og Moskva áfram. Fyrsta sætið ræðst þá á innbyrðis viðureignum en Jose Mourinho og hans menn unnu útileikinn í Moskvu 4-1. United þarf að tapa mjög stórt til að eiga möguleika á að detta út.

Hjá United byrjar Lukw Shaw í vinstri bakverðinum í frekar lítið breyttu liði. Nemanja Matic er tæpur og spilar ekki, Rashford kemur inn fyrir Martial og Mata fyrir Lingard. Blind byrjar á kostnað Rojo.

Paul Pogba fékk rautt spjald gegn Arsenal um helgina en getur spilað í dag. Hann fer svo í þriggja leikja bann og missir af stórleiknum gegn Manchester City um næstu helgi.

Chelsea tekur á móti Atletico Madrid og nægir heimamönnum eitt stig til að tryggja sér toppsætið í sínum riðli. Það bendir allt til þess að Atletico sé á leið niður í Evrópudeildina, en Spánverjarnir þurfa að sigra Chelsea á Stamford Bridge og á sama tíma treysta á sigur eða jafntefli Qarabag á útivelli gegn Roma, til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin.

Fernando Torres er í byrjunarliði Atletico, en hann er að snúa aftur á sinn gamla heimavöll.

Byrjunarlið Man Utd gegn CSKA: Romero, Valencia, Lindelof, Smalling, Shaw, Herrera, Blind, Mata, Pogba, Rashford, Lukaku.
(Varamenn. Pereira, Tuanzebe, Darmian, Young, McTominay, Martial, Lingard)

Byrjunarlið Chelsea gegn Atletico Madrid: Courtois, Cahill, Christensen, Azpilicueata, Zappacosta, Bakayoko, Kante, Moses, Fabregas, Hazard, Morata.

Byrjunarlið Atletico Madrid gegn Chelsea: Oblak, Giménez, Savic, Lucas, Filipe, Thomas, Gabi, Koke, Saúl, Torres, Griezmann

Paris Saint-Germain og Bayern München eru bæði komin uppúr B-riðlinum. Litlir raunhæfir möguleikar eru á að Bayern taki toppsætið af Frökkunum sem eru búnir að skora 24 mörk og fá aðeins eitt á sig. lið mætast í kvöld og hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Bayern gegn PSG: Ulreich, Sule, Hummels, Alaba, Rudy, Tolisso, Kimmich, Rodriguez, Ribery, Coman, Lewandowski.

Byrjunarlið PSG gegn Bayern: Areola, Silva, Marquinhos, Kurzawa, Alves, Rabiot, Verratti, Draxler, Mbappe, Neymar, Cavani.




Leikir kvöldsins: (Allir leikirnir hefjast 19:45)

A-riðill:
Benfica - Basel
Manchester United - CSKA Moskva

B-riðill:
Bayern München - Paris Saint-Germain
Celtic - Anderlecht

C-riðill:
Roma - Qarabag
Chelsea - Atletico Madrid

D-riðill:
Barcelona - Sporting Lissabon
Olympiakos - Juventus

Sjá einnig:
Meistaradeildin í kvöld - Þetta getur gerst







Athugasemdir
banner
banner
banner