Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. desember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
De Bruyne: Pogba getur sagt það sem hann vill
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, er svekktur að Paul Pogba verði ekki með Manchester United í grannslag liðanna á sunnudaginn.

Pogba er á leið í þriggja leikja bann eftir rauða spjaldið gegn Arsenal um helgina.

Á dögunum sagðist Pogba vonast til að lykileikmenn Manchester City myndu meiðast í titilbaráttunni. De Bruyne er hins vegar svekktur að fá ekki að kljást við Pogba á sunnudag.

„Ef einhver telur að þetta sé karma þá er það í lagi. Ég trúi því ekki en allir hafa rétt á sinni skoðun," sagði De Bruyne.

„Ég vil ekki að neinn meiðist. Þetta er keppni en þú vilt spila gegn bestu liðunum og bestu leikmönnunum. Mér er sama hvað hann segir. Hann getur sagt það sem hann vill. Við erum bara að einbeita okkur að því sem við erum að gera."

„Hann er rosalegur leikmaður og ég þekki hann aðeins. Hann er ótrúlegur. Hann fékk rautt spjald og svona er þetta. Þú lendir í meiðslum og leikbönnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner