Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. desember 2017 12:08
Elvar Geir Magnússon
Færeyskur unglingalandsliðsmaður æfir með Fjölni
Meinhard Olsen í leiknum í gær.
Meinhard Olsen í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski miðvallarleikmaðurinn Meinhard Olsen spilaði með Fjölni í Bose mótinu í gær þegar liðið tapaði 0-1 fyrir Stjörnunni.

Olsen er tvítugur sóknarmiðjumaður og hefur leikið fyrir U17, U19 og U21 landslið Færeyja.

Hann er sem stendur hjá B36 í Þórshöfn en áður var hann í herbúðum Vendsyssel í Danmörku og lék með liðinu í B-deildinni.

„Þetta er ungur og efnilegur strákur í U21 árs liði Færeyja. Hann kom úr flugi í dag og var orðinn svolítið þreyttur þarna í lokin, en hann er markaskorari mikill og efnilegur drengur. Hann æfir með okkur út þessa viku og svo sjáum við til," sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, í viðtali eftir leikinn.

Ólafur segist sjá eiginleika í Olsen sem ættu að geta nýst Fjölnisliðinu en viðurkennir að hann hafi ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í leiknum í gær en það sé eðlilegt enda hafi hann ekkert æft undanfarnar vikur.

Arnór Breki Ásþórsson lék einnig með Fjölni í gær en hann hefur æft með liðinu. Hann hefur þó ekki gengið frá samningi við Grafarvogsfélagið. Arnór Breki er 19 ára gamall vinstri bakvörður sem spilað hefur fyrir Aftureldingu.
Óli Palli: Er að reyna að fá rétta getu úr leikmönnum
Athugasemdir
banner
banner
banner