Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. desember 2017 12:51
Elvar Geir Magnússon
Fullyrt að Ronaldo vinni Ballon d’Or - Jafnar Messi
Ronaldo verður valinn bestur í heimi. Þetta fullyrðir Mundo Deportivo.
Ronaldo verður valinn bestur í heimi. Þetta fullyrðir Mundo Deportivo.
Mynd: Getty Images
Á fimmtudaginn mun France Football opinbera hvaða leikmaður vinnur gullknöttinn, Ballon d’Or, þetta árið.

Spænska blaðið Mundo Deportivo segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Ronaldo fái verðlaunin.

Ronaldo hjálpaði Real Madrid að vinna La Liga og Meistaradeild Evrópu á árinu.

Ef satt reynist þá mun Ronaldo jafna Lionel Messi í fjölda gullknatta en Messi hefur unnið verðlaunin fimm sinnum.

Þá segir Mundo Deportivo að David Ginola muni láta Ronaldo fá gullknöttinn í Eiffel-turninum fræga í París.

Allt lék í lyndi hjá Ronaldo og Real Madrid á síðasta tímabili en upphafið á þessu tímabili hefur ekki verið nægilega gott. Þetta er versta byrjun Real síðan 2008.
Athugasemdir
banner