Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 05. desember 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Gabriel Obertan: Hólmar er frábær náungi
Gabriel Obertan var hjá Manchester United frá 2009 til 2011.
Gabriel Obertan var hjá Manchester United frá 2009 til 2011.
Mynd: Getty Images
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabriel Obertan, fyrrum kantmaður Manchester United og Newcastle, spilar í dag með Levski Sofia í Búlgaríu. Obertan kom til Manchester United árið 2009 en tveimur árum síðar keypti Newcastle hann í sínar raðir.

Obertan er liðsfélagi Hólmars Arnar Eyjólfssonar í liði Levski sem er sem stendur í 3. sæti í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Petar Missov, okkar maður í Búlgaríu, tók viðtal við Obertan í vikunni þar sem hann spurði franska kantmanninn út í Hólmar og íslenska landsliðið.

„Hann er frábær náungi. Hann kom hingað skömmu eftir að ég kom," sagði Obertan um Hólmar.

„Hann hefur aðlagast frábærlega. Hann hefur spilað vel og er frábær náungi utan fótboltans. Hann talar ensku sem gerir mér auðveldara fyrir. Hann hefur mikla reynslu. Hann hefur spilað í Englandi og Ísrael og hann hefur sýnt með spilamennsku sinni að Levski valdi rétt með því að fá hann."

Hólmar og hinn tékkneski David Jablonský hafa myndað öflugt teymi í hjarta varnarinnar hjá Levski en liðið hefur einungis fengið átta mörk á sig í 19 leikjum á tímabilinu.

„Þeir passa vel saman. Þeir eru góðir í fótunum og geta sent boltann vel. Það er sjaldgæft að miðverðir séu svona öruggir með boltann. Þeir hafa fengið fá mörk á sig og það er frábært."

Erfitt að vinna Ísland
Obertan fylgdist eins og margir aðrir með ævintýrum Íslands á EM í Frakklandi í fyrra.

„Ég veit ekki mikið um Ísland en íslenskur fótbolti komst á kortið á EM. Það er vel gert hjá þeim að ná þessum úrslitum sem þeir hafa náð að undanförnu og vonandi endist þetta lengi hjá þeim," sagði Obertan við Fótbolta.net.

„Íslenska liðið spilar með hjartanu og af mikilli ástríðu. Þeir berjast fyrir landið og sýna það á vellinum. Það er erfitt að vinna svona lið. Öll þjóðin stendur við bakið á þeim. Þó að Ísland sé ekki með leikmenn sem spila í stærstu deildunum þá nær landsliðið þessum úrslitum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner