þri 05. desember 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane fyrsti Englendingurinn til að vinna - Neville bestur
Gary Neville og Harry Kane saman á landsliðsæfingu í október 2015.
Gary Neville og Harry Kane saman á landsliðsæfingu í október 2015.
Mynd: Getty Images
Harry Kane var í gær kjörinn besti leikmaður ársins 2017 af samtökum knattspyrnuunnenda.

Það komu sex leikmenn til greina í kjörinu og kusu næstum því 250 þúsund manns um hver yrði valinn bestur.

Kevin De Bruyne var í öðru sæti í kjörinu, en Kane er fyrsti Englendingurinn til að hljóta nafnbótina.

„Ég er ótrúlega stoltur af þessu og vil þakka samtökunum innilega fyrir. Það er mögnuð tilfinning að finna fyrir stuðningi svona margra stuðningsmanna," sagði Kane í þakkarræðunni.

„Þetta er búið að vera mjög gott ár fyrir mig. Ég fékk gullskóinn og skoraði markið sem sendi England á HM. Þetta eru hlutir sem gera mig ólýsanlega stoltan."

Jill Scott var valinn best í kvennaflokki af hópi blaðamanna og þá voru Martin Tyler og Gary Neville hjá Sky Sports valdir sem bestu sjónvarpsmennirnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner