Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 05. desember 2017 14:40
Magnús Már Einarsson
Klara: Ekki bjartsýn á að við fáum fleiri miða
Icelandair
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki bjartsýn á að við fáum fleiri miða en við erum búin að senda beiðni á FIFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Íslenskir stuðningsmenn fá 8% miða á leiki Íslands á HM næsta sumar. Talið er að þar sé um að ræða um 3200 miða á hvern leik en KSÍ hefur óskað eftir fleiri miðum.

Opnað var fyrir umsóknir á miða í dag og strax er gríðarleg eftirspurn eftir miðum á leik Íslands og Argentínu. Líklegt þykir að færri íslenskir stuðningsmenn komist að en vilja á þann leik.

„Þetta er okkar vandamál en svo eru aðrar þjóðir með önnur vandamál. Í öðrum heimsálfum var vandamál með það hvernig miðar eru borgaðir. Þú þarft að borga með kreditkorti í dollurunum og það eru víða gjaldeyrishöft," sagði Klara.

Ekki ljóst hvenær fólk fær svör
Glugginn til að sækja um miða opnaði í dag og er til 31. janúar. Í kjölfarið er dregið út ef of margar umsóknir berast um miða á leikina. Klara segir ekki liggja fyrir hvenær fólk fær svör úr miðaumsóknunum.

„Við höfum ekki séð þær upplýsingar. Þeir senda miðana heim í apríl eða maí en mér finnst líklegt að þeir tilkynni um þetta fljótlega eftir að glugginn lokar. Þeir gefa sér samt tíma. Fyrir EM fengum við lista sem við vorum beðin um að fara yfir og við fengum viku til að gera það. Við þurftum að staðfesta þjóðerni og það tók ágætis tíma," sagði Klara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner