Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 05. desember 2017 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp knúsaði Salah fyrst - Biðst afsökunar
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, og Chris Hughton, stjóra Brighton, lenti saman eftir leik liðanna á laugardaginn.

Klopp hefur nú greint frá ástæðunni, hvers vegna það gerðist, en Liverpool vann leikinn 5-1.

„Þetta var misskilningur, ekkert annað. Ég ætlaði að taka í höndina á Chris en Mo Salah kom röltandi og ég faðmaði hann fyrst. Chris var ekki ánægður með það," sagði Klopp.

„Við tókumst svo í hendur og hann sagði það sem hann var að hugsa, það var líka það sem ég var að hugsa. Þú átt alltaf að taka í höndina á hinum stjóranum fyrst."

Klopp segir að ekki um viljaverk hafi verið að ræða.

„Ég gerði þetta ekki viljandi, en það eina sem ég get gert er að biðjast afsökunar. Þetta var ekki ætlun mín."
Athugasemdir
banner
banner