þri 05. desember 2017 11:55
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn stefnir á að snúa aftur í febrúar - Gæti spilað á HM
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson stefnir á því að snúa aftur á fótboltavöllinn í febrúar næstkomandi eftir langa fjarveru vegna hnémeiðsla. Vísir greinir frá þessu í dag.

Kolbeinn hefur verið frá keppni síðan í ágúst í fyrra en endurhæfing hans hefur gengið hægt.

Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta.

Hinn 27 ára gamli Kolbeinn stefnir nú á að snúa aftur á fótboltavöllinn með Nantes í febrúar en ef þær áætlanir ganga upp þá gæti hann komið aftur inn í íslenska landsliðið fyrir HM í Rússlandi.

„Hann er að fara af stað. Auðvitað er opið pláss fyrir hann eins og alla aðra inn í þennan hóp. Það verður spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir löng og erfið meiðsli. Hann á sinn möguleika eins og aðrir," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi á dögunum.

Kolbeinn hefur skorað 22 mörk í 44 landsleikjum en hann var mjög öflugur á EM í Frakklandi áður en hann varð fyrir meiðslunum nokkrum vikum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner