Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. desember 2017 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ofurtölva spáir Íslandi ekki áfram á HM
Argentína - Brasilía í gómsætum úrslitaleik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í HM í Rússlandi með hverjum deginum.

Íslendingar ætla væntanlega að fjölmenna til Rússlands og gera mótið enn eftirminnilegra en EM í Frakklandi í fyrra. Þar fór Ísland alla leið í 8-liða úrslit, en hversu langt komumst við núna.

TalkSport fékk ofurtölvu sína til að spá í spilin. Samkvæmt henni kemst Ísland ekki upp úr riðlakeppninni.

Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og ljóst er að verkefnið er erfitt, en alls ekki ómögulegt.

Samkvæmt ofurtölvunni fara samt Argentína og Króatía upp úr riðlinum. Argentína fer alla leið í úrslitaleikinn þar sem Brasilía er mótherjinn. Brasilía vinnur úrslitaleikinn og verður meistari.

Smelltu hér til að skoða málið nánar á vef TalkSport.
Athugasemdir
banner
banner