Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. desember 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Ramos blæs á fréttir um ósætti við Ronaldo
Vinir.
Vinir.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, hefur blásið á fréttir þess efnis að ósætti sé á milli hans og Cristiano Ronaldo.

Ronaldo hefur lýst yfir óánægju sinni með að Real Madrid hafi ekki fyllt skarð James Rodriguez, Alvaro Morata og Pepe sem fóru frá Real Madrid í sumar.

Ungu leikmennirnir Dani Ceballos, Borja Mayoral og Jesus Vallejo hafa fengið aukin tækifæri á þessu tímabili og hafa verið gagnrýndir fyrir sína frammistöðu.

Eftir tap gegn Tottenham á dögunum sagði Ronaldo að ungu leikmennirnir væru ekki tilbúnir í að spila með aðalliði Real Madrid.

Ramos hefur varið ungu leikmennina en hann segir ekkert ósætti vera í gangi milli sín og Ronaldo eins og sumir spænskir fjölmiðlar hafa viljað meina.

„Það gerðist ekkert á milli mín og Cris," sagði Ramos.

„Við höfum alltaf verið frábærir vinir. Við erum báðir karakterar með mismunandi sjónarmið en við erum að róa í sömu átt."
Athugasemdir
banner
banner