Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. desember 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sonur Ronaldo dýrkar Messi
Feðgarnir.
Feðgarnir.
Mynd: Getty Images
Tveir bestu fótboltamenn heims, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, keppast á hverju ári um stærstu einstaklingsverðlaun fótboltans.

Það er vitað mál að þeir Ronaldo og Messi eru ekki miklir vinir þó sú óvinátta sem margir fjölmiðlar hafa viljað blása upp er stórlega ýkt.

Eldri sonur Ronaldo, Cristiano yngri, er þó mikill aðdáandi Messi. Þetta var opinberað í heimildarmynd um portúgölsku stórstjörnuna.

Litli Cristiano birti svo mynd á Instagram reikningi sínum frá því þegar hann hitti Messi á FIFA verðlaunahátíðinni í október. Þar var það pabbi hans sem tók stóru verðlaunin.

„Takk fyrirmyndin mín!" stendur við myndina sem sjá má hér að neðan.

gracias mi ídolo 🙏🏽❤️ @leomessi

A post shared by Cristiano Junior (@mrahunter) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner