þri 05. desember 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam varar stuðningsmenn Everton við ferð til Kýpur
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að tefla fram algjöru varaliði í leiknum gegn Apollon í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Everton er með eitt stig fyrir lokaumferð riðilsins og ljóst er að liðið kemst ekki áfram í 16-liða úrslitin.

Everton mætir Liverpool í nágrannaslag á sunnudag og Gylfi Þór Sigurðsson og aðrar stjörnur í liðinu verða væntanlega eftir á Englandi í stað þess að ferðast til Kýpur í leikinn á fimmtudag.

„Ég vil benda stuðningsmönnum sem ætla að eyða pening og fara að horfa á leikinn að hafa það í huga að ég ætla að tefla fram liði þannig liði að ég tek ekki áhættu með marga leikmenn sem spila gegn Liverpool," sagði Allardyce.

„Það væri heimskulegt hjá mér að íhuga að spila leikmanni sem gæti meiðst og misst af næsta leik. Ég er nú þegar með of mikið af meiðslum."

Líklegt er að ungu leikmennirnir Morgan Feeney og Beni Baningime spili á Kýpur auk þess sem leikmenn eins og Davy Klaassen og Sandro Ramirez gætu fengið tækifæri en þeir hafa ekki slegið í gegn síðan þeir komu til Everton í sumar.

Klaassen og Ramirez voru ekki í hóp í 2-0 sigri Everton á Huddersfield um síðustu helgi.

Staðan í riðlinum
1. Atalanta 11 stig
2. Lyon 11 stig
3. Apollon Limassol 3 stig
4. Everton 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner