Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 05. desember 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arnautovic spilar ekki á næstunni
Mynd: Getty Images
Útlit er fyrir að Marko Arnautovic, sóknarmaður West Ham, verði frá út árið hið minnsta eftir að hafa meiðst aftan á læri í 3-1 sigri gegn Cardiff um helgina.

Arnautovic byrjaði leikinn en fór haltrandi af velli í fyrri hálfleik, skömmu eftir að hafa fengið dæmda vítaspyrnu á sig og gult spjald.

Lucas Perez tók stöðu Arnautovic í framlínunni og skoraði hann tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks. Hann mun berjast við Andy Carroll um stöðu í byrjunarliðinu í fjarveru Arnautovic, sem er búinn að skora fimm mörk og leggja tvö upp í þrettán deildarleikjum.

Þetta er þungt högg fyrir Hamrana sem misstu Andriy Yarmolenko og Manuel Lanzini í langtímameiðsli fyrr á árinu.

Jack Wilshere ætti hins vegar að vera klár í slaginn eftir enn ein ökklameiðslin.



Athugasemdir
banner
banner