Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. desember 2018 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
England: Úlfarnir sigruðu Chelsea
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjórum fyrstu leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka og stóð viðureign Wolves gegn Chelsea uppúr.

Chelsea komst yfir í fyrri hálfleik og verðskuldaði forystuna en heimamenn nýttu færin sín í síðari hálfleik.

Raul Jimenez og Diogo Jota skoruðu með fjögurra mínútna millibili og sneru leiknum við. Gestirnir frá höfuðborginni reyndu að jafna en vörn heimamanna hélt.

Tapið er skellur fyrir Chelsea sem gæti misst Tottenham og Arsenal framúr sér í toppbaráttunni.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn er Burnley tapaði fyrir Liverpool á heimavelli. Liverpool gerði sjö breytingar frá sigrinum gegn Everton og komu Roberto Firmino og Mohamed Salah því af bekknum í síðari hálfleik í dag.

Jack Cork kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en James Milner jafnaði áður en Firmino kom gestunum yfir. Xherdan Shaqiri gerði svo út um leikinn í uppbótartíma.

Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 70 mínúturnar er Everton gerði jafntefli við Newcastle á Goodison Park og þá gerðu lærisveinar Claudio Ranieri hjá Fulham jafntefli við Leicester, sem Ranieri stýrði til úrvalsdeildartitils fyrir nokkrum árum.

Burnley 1 - 3 Liverpool
1-0 Jack Cork ('54 )
1-1 James Milner ('62 )
1-2 Roberto Firmino ('69 )
1-3 Xherdan Shaqiri ('92)

Fulham 1 - 1 Leicester City
1-0 Aboubakar Kamara ('42 )
1-1 James Maddison ('74 )

Wolves 2 - 1 Chelsea
1-0 Conor Coady ('18 , sjálfsmark)
2-0 Raul Jimenez ('59 )
3-0 Diogo Jota ('63 )

Everton 1 - 1 Newcastle
0-1 Salomon Rondon ('19 )
1-1 Richarlison ('38 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner