Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. desember 2018 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Varnarmistök einkenndu stórleikinn á Trafford
Tottenham í þriðja sæti
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum fimmtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar var að ljúka í þessu.

Manchester United tók þar á móti Arsenal á Old Trafford í hörkuleik á meðan Tottenham nýtti færin betur gegn Southampton og endaði uppi sem öruggur sigurvegari.

Stórleikurinn á Trafford einkenndist af varnarmistökum. Shkodran Mustafi skoraði fyrsta mark leiksins með skalla sem virtist ekki vera hættulegur í fyrstu. David De Gea réði þó ekki við hann og missti boltann afturfyrir sig þar sem Ander Herrera var mættur og hreinsaði í burtu. Andre Marriner dómari dæmdi þó réttilega mark, enda hafði boltinn rétt skriðið yfir marklínuna.

Heimamenn voru ekki lengi að svara fyrir sig því Anthony Martial jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. Aukaspyrna Rauðu djöflanna var þá varin út í teig þar sem Herrera, sem lagði af stað úr rangstöðu, var fyrstur til boltans. Herrera rúllaði knettinum aftur inn í teig þar sem vörn Arsenal stóð og horfði á boltann fara til Martial sem skoraði af stuttu færi.

Mikil harka færðist í leikinn eftir jöfnunarmarkið og gaf Marriner fimm gul spjöld á fimm mínútna kafla, sem er líklega einhvers konar met.

Alexandre Lacazette kom af bekknum og kom Arsenal yfir á nýjan leik eftir skelfileg mistök Marcos Rojo. Rojo gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og tæklaði knöttinn svo í eigið net þegar Lacazette hleypti af.

Man Utd tók miðju, sendi langan bolta fram og var búið að skora skömmu síðar eftir að vörn Arsenal sofnaði á verðinum.

Arsenal tók völdin í kjölfarið og fékk nokkur dauðafæri en David De Gea stóð sig eins og hetja og bjargaði stigi fyrir sína menn.

Harry Kane skoraði þá og lagði upp í sigri Tottenham en Lucas Moura og Son Heung-min skoruðu hin mörkin.

Tottenham er komið í þriðja sæti eftir sigurinn, tveimur stigum fyrir ofan Arsenal og Chelsea sem eru í fjórða og fimmta. Man Utd er í sjötta til áttunda sæti ásamt Bournemouth og Everton.

Manchester United 2 - 2 Arsenal
0-1 Shkodran Mustafi ('26 )
1-1 Anthony Martial ('30 )
1-2 Alexandre Lacazette ('68 )
2-2 Jesse Lingard ('69 )

Tottenham 3 - 1 Southampton
1-0 Harry Kane ('9 )
2-0 Lucas Moura ('51 )
3-0 Son Heung-Min ('55 )
3-1 Charlie Austin ('93)
Athugasemdir
banner
banner