Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. desember 2018 08:08
Magnús Már Einarsson
Juventus gæti boðið í Pogba - Fabinho ekki til PSG
Powerade
Fer Pogba aftur til Juventus?
Fer Pogba aftur til Juventus?
Mynd: Getty Images
Welbeck er á förum frá Arsenal.
Welbeck er á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin slá ekkert af og hér er helsta slúðrið á þessum fína miðvikudegi.



Juventus er að íhuga að leggja fram tilboð í Paul Pogba (25) miðjumann Manchester United. (Sun)

Kylian Mbappe (19) leikmaður PSG segist hafa hafnað Arsenal áður en hann samdi við frönsku meistarana. (Metro)

Southampton vill ráða Ralph Hasenhuttl sem stjóra fyrir leikinn gegn Tottenham í kvöld. (Guardian)

Everton vonast til að geta keypt miðjumanninn Andre Gomes á ódýrara verði frá Barcelona næsta sumar þar sem Portúgalinn hefur sjálfur ekki áhuga á að vera áfram hjá Börsungum. Gomes er í láni hjá Everton í vetur. (Times)

Fabinho (25) miðjumaður Liverpool, segir að það sé engin ástæða fyrir sig til að fara til PSG í janúar en hann hefur verið orðaður við frönsku meistarana. (UOL)

Zlatan Ibrahimovic (37) framherji LA Galaxy er í viðræðum um að ganga í raðir AC Milan á nýjan leik. (Goal)

Danny Welbeck (28) fær að fara frítt frá Arsenal næsta sumar. Welbeck meiddist illa á dögunum og verður frá keppni næstu mánuðina. (Times)

AC Milan vill kaupa miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (24) en hann hefur verið í láni hjá félaginu síðan í sumar. (Calciomercato)

Chelsea ætlar að berjast við AC Milan um Denis Suarez (24) miðjumann Barcelona. (Express)

Manchester City gæti reynt að fá kantmanninn Jack Clarke (18) frá Leeds í janúar. (Sun)

Thierry Henry, þjálfari Mónakó, vill fá framherjann Stefano Okaka (29) frá Watford en hann er úti í kuldanum hjá enska félaginu. (Mirror)

Arsenal vonast til að hafa betur gegn Bayern Munchen og Barcelona í baráttunni um Nicolas Pepe (23) kantmann Lille. (Talksport)

Fulham, Crystal Palace og West Ham eru á eftir argentínska framherjanum Emiliano Sala (28) hjá Nantes. (Mirror)

Crystal Palace og Newcastle vilja fá varnarmanninn Junior Firpo (22) frá Real Betis. (Sun)

Steven Gerrard, stjóri Rangers er að reyna að fá Kieran Dowell (21) miðjumann Everton á láni. (Mirror)

Gerrard segir að það að taka við Rangers hafi fyllt í skarðið á stóru gati í lífi sínu eftir að skórnir fóru á hilluna. (Telegraph)

Jose Mourinho er ósáttur við MUTV, sjónvarpsstöð félagsins, en hann neitaði að gefa stöðinni upplýsingar um leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Arsenal í kvöld. (Mail)

Manchester United ætlar að ráða nýjan njósnara til starfa í London. (Manchester Evening News)

Nokkrir leikmenn Bolton hafa fengið þau skilaboð að þeir eigi að finna sér nýtt félag í janúar þar sem félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner