Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. desember 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Flugeldasýning þegar Boca Juniors kvaddi
Götur Buenos Aires voru troðnar!
Götur Buenos Aires voru troðnar!
Mynd: Getty Images
Það var mikið um dýrðir í Buenos Aires í Argentínu þegar stuðningsmenn Boca Juniors kvöddu lið sitt sem hélt til Spánar þar sem seinni leikurinn gegn River Plate í úrslitum Copa Libertadores fer fram.

Leikurinn var færður á heimavöll Real Madrid eftir að stuðningsmenn River réðust á liðsrútu Boca. Leikurinn verður á sunnudagskvöld á Santiago Bernabeu.

Þjálfari River Plate er allt annað en sáttur við að lið hans missti heimaleikjaréttinn en fyrri leikurinn, sem var á heimavelli Boca, endaði með 2-2 jafntefli.

Hér má sjá frábærar myndir frá Buenos Aires þar sem slegið var upp flugeldasýningu þegar Boca kvaddi borgina.

Sjá einnig:
Ronaldo og Messi hlið við hlið á Copa Libertadores?
Athugasemdir
banner
banner