Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. desember 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Saltverksmótið: Kórdrengir höfðu betur gegn Þrótti Vogum
Magnús Þórir Matthíasson gekk til lið við Kórdrengi á dögunum.
Magnús Þórir Matthíasson gekk til lið við Kórdrengi á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir 3 - 2 Þróttur Vogum
0-1 Örn Rúnar Magnússon
1-1 Sjálfsmark
2-1 Davíð Guðrúnarson
2-2 Affella
3-2 Magnús Þórir Matthíasson

Kórdrengir mættu Þrótti Vogum í Saltverksmótinu á Hlíðarenda í gærkvöldi og úr varð fjörugur leikur.

Þróttarar komust yfir en Kórdrengir sneru stöðunni við og enduðu uppi sem sigurvegarar þökk sé sigurmarki frá Magnúsi Þóri Matthíassyni, fyrrverandi leikmanni Keflavíkur.

Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir, en KH er á toppnum með sex stig sem stendur á meðan Hamar er stigalaust á botninum.

Þróttur V. mætir KH í lokaumferðinni í hádeginu á laugardaginn. Kórdrengir mæta svo Hamri í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner