mið 05. desember 2018 14:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Telur að Gylfi og Sara séu meðal þeirra sem eiga möguleika
Guðmundur Hilmarsson.
Guðmundur Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Valið á íþróttamanni ársins á Íslandi verður opinberað í Hörpu laugardagskvöldið 29. desember. Íþróttafréttamenn eiga að skila inn tíu manna lista og þegar er farin af stað umræða um hvaða íþróttamenn séu sigurstranglegastir.

Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, er að fara að taka þátt í valinu 29. árið í röð en í pistli í blaðinu í morgun segir hann að íþróttaárið hafi verið „frekar flatt".

„Ég man að í fyrra og árið þar á undan þurfti ég að skilja útundan íþróttafólk sem að öllu jöfnu hefði átt öruggt sæti á meðal þeirra tíu efstu en í ár verður erfiðara að finna nöfnin tíu sem ég kem til með að hafa á atkvæðaseðli mínum," segir Guðmundur í pistlinum.

Hann nefnir tvo fótboltaleikmenn þegar hann telur upp hugsanlega kandídatar sem eiga möguleika á að verða fyrir valinu; það eru Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir.

Lyftingakappinn Júlían J.K. Jóhannsson, hlaupakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eru einnig nefnd.

„Þetta verður örugglega spennandi kosning í ár og eins og alltaf verða skiptar skoðanir um það hver eigi að hljóta sæmdarheitið íþróttamaður ársins," skrifar Guðmundur í Morgunblaðið í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner