Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. desember 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Tuchel: Erfiður tími fyrir Rabiot
Rabiot er 23 ára miðjumaður.
Rabiot er 23 ára miðjumaður.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Paris Saint-Germain, segir að Adrien Rabiot sé að eiga erfiða tíma hjá Frakklandsmeisturunum.

Seinni helmingur ársins hefur verið erfiður fyrir Rabiot, hann var ekki valinn í hóp franska landsliðsins sem varð heimsmeistari og þá er hann ekki byrjunarliðsmaður hjá PSG.

Sagan segir að Rabiot sé að íhuga að leita á önnur mið en ítölsku félögin Roma, Juventus og AC Milan

Á fréttamannafundi sagði Tuchel að Rabiot myndi spila gegn Strasburg í kvöld.

„Þegar það er nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir varðandi leikmann þá breytast sambönd. Þegar hann er ekki að spila þá er hann ekki í góðu skapi," segir Tuchel.

„Frá mínum bæjardyrum séð er samband okkar gott, þó ég viti það að hann er að fara í gegnum erfiðan tíma."

Sjá einnig:
Leik PSG frestað að ósk lögreglu
Athugasemdir
banner
banner