Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. desember 2018 07:29
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde: Óraunhæft að setja Messi í fimmta sæti
Mynd: Getty Images
Luka Modric vann Gullknöttinn í ár og batt þar með enda á tíu ára einangrun á Gullknettinum af hálfu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Ronaldo endaði í öðru sæti en Messi endaði í því fimmta og segist Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, ekkert skilja í kjörinu.

„Ég ætla ekki að tjá mig um hvort úrslitin séu sanngjörn eða ekki, fólkið sem kaus ætti að svara því. Allir eru með sína eigin skoðun, í okkar augum eru úrslitin fáránleg," sagði Valverde eftir verðlaunaafhendinguna.

„Við erum að tala um kjörið á besta knattspyrnumanni heims. Það er afar óraunhæft að setja Messi í fimmta sæti."

Luka Modric vann Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid og leiddi Króatíu alla leið í úrslitin á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Messi vann spænsku deildina með Barca og var langmarkahæstur í deildinni, með 34 mörk og 12 stoðsendingar.

„Við viljum þó óska Modric til hamingju með verðlaunin því hann er frábær leikmaður sem átti stórkostlegt ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner