Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 05. desember 2020 15:28
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Sara Björk vann Íslendingaslaginn
Sara Björk er partur af einu af bestu félagsliðum heims.
Sara Björk er partur af einu af bestu félagsliðum heims.
Mynd: Getty Images
Le Havre 1 - 3 Lyon
0-1 Wendy Renard ('5)
0-2 Saki Kumagai ('11)
0-3 Amel Majri ('18)
1-3 Sylia Koui ('42)

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon sem heimsótti Le Havre í efstu deild franska boltans í dag.

Anna Björk Kristjánsdóttir bar fyrirliðabandið í liði Le Havre og var Berglind Björg Þorvaldsdóttir einnig í byrjunarliðinu.

Stórlið Lyon fór gríðarlega vel af stað og komst í þriggja marka forystu eftir átján mínútur.

Le Havre minnkaði muninn fyrir leikhlé en fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur 1-3 sigur Lyon.

Lyon er á toppi frönsku deildarinnar með 27 stig eftir 10 umferðir. PSG er tveimur stigum eftirá og með leik til góða. Le Havre er á botninum með 4 stig.
Athugasemdir
banner
banner