Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. desember 2020 10:15
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Chelsea og Leeds
Mætast á Brúnni í kvöld klukkan 20:00
Mynd: Getty Images
Líkleg byrjunarlið Chelsea og Leeds.
Líkleg byrjunarlið Chelsea og Leeds.
Mynd: Guardian
Chelsea og Leeds mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20:00 á Stamford Bridge og má búast við skemmtilegum leik.

Eftir markaflóð í upphafi móts hefur Leeds aðeins skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum og markaskorun gæti aftur orðið vandamálið í kvöld enda vörn Chelsea feikilega öflug.

Frank Lampard hefur gengið vel að binda saman varnarleikinn og Chelsea hefur haldið marki sínu hreinu í átta af síðustu tíu leikjum.

Guardian spáir því að Olivier Giroud fái sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eftir að hann skoraði öll fjögur mörk Chelsea í 4-0 útisigri gegn Sevilla í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Diego Llorente er búinn að jafna sig hjá Leeds en Marcelo Bielsa vill koma honum í gang með varaliðinu áður en hann snýr aftur í ensku úrvalsdeildina. Pablo Hernandez, Jamie Shackleton og Adam Forshaw eru enn á meiðslalista Leeds.

Kevin Friend dæmir leikinn í kvöld sem hefst klukkan 20:00 og verður að sjálfsögðu í beinni á Síminn Sport.



Ýmsir punktar:

- Síðast mættust liðin í efstu deild í maí 2004. Eiður Smári Guðjohnsen komst nálægt því að skora í þeim leik þegar Frank Lampard sendi hann í gegn en Eiður skaut yfir. Eina markið gerði Jesper Grönkjær. Chelsea vann 1-0 í leik sem reyndist kveðjuleikur Claudio Ranieri.

- Leeds hefur aðeins unnið tvo af tólf úrvalsdeildarleikjum sínum á Stamford Bridge. Síðasti sigur kom 19. desember 1999.

- Chelsea er ósigrað í átta síðustu deildarleikjum. Aðeins Tottenham er á betra skriði án þess að tapa. Chelsea hefur skorað 22 mörk á tímabilinu, flest mörk skoruð ásamt Liverpool.

- Það er líf og fjör í leikjum Leeds. Úrvalsdeildarleikir sem innihalda Leeds hafa innihaldið 289 marktilraunir, fleiri en hjá nokkru öðru liði. Þá hefur Leeds skapað sér 103 tækifæri úr opnum leik, fleiri en nokkuð annað lið.

- Leeds hefur unnið þrjá af fimm útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

- Þegar Frank Lampard stýrði Derby County tímabilið 2018-19 þá vann Marcelo Bielsa þrjá af fjórum leikjum gegn honum. En Lampard fagnaði sigri þegar Derby sló Leeds út í seinni undanúrslitaleik liðanna í umspilinu á Elland Road.

- Sex af sjö úrvalsdeildarmörkum Patrick Bamfordi, framherja Leeds, á þessu tímabili hafa komið á útivöllum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner