Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 05. desember 2020 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
PSG ætlar að berjast um Lionel Messi
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg af heitu slúðri í dag en aðeins nokkrar vikur eru í að janúarglugginn opnist. BBC tók saman allt það helsta úr breska knattspyrnuheiminum.


PSG ætlar að veita Man City samkeppni um Lionel Messi, 33, næsta sumar. (ESPN)

Eric Dier, 26, segist hafa verið tilbúinn til að yfirgefa Tottenham áður en hann fékk meiri spiltíma undir stjórn Jose Mourinho. (Daily Mail)

Man Utd er að skoða Harvey Barnes, 22 ára sóknartengilið Leicester City. (Sun)

Rauðu djöflarnir eru þá vongóðir um að hinn 18 ára gamli Amad Diallo fái atvinnuleyfi og geti gengið í raðir félagsins strax í janúar. Man Utd gekk frá kaupum á Diallo frá Atalanta í sumar. (Manchester Evening News)

Ralph Hasenhüttl er búinn að biðja Danny Ings, 28, um að skrifa undir langtímasamning við Southampton. Ings er markavél liðsins og rennur út á samningi 2022. (Sky Sports)

West Ham er reiðubúið til að bjóða David Moyes langtímasamning. (Times)

Thomas Tuchel er efstur á lista hjá Man Utd ef Ole Gunnar Solskjær verður rekinn. (Bild)

Harry Winks, 24 ára miðjumaður Tottenham, vill fara út á láni í janúar til að auka möguleika sína á sæti í enska landsliðshópnum. (Mirror)

Man City er að ganga frá kaupum á Diego Rosa, 18 ára miðjumanni Gremio í Brasilíu. (Manchester Evening News)

Liverpool er að skoða Yves Bissouma, 24 ára miðjumann Brighton, sem mögulegan arftaka Georginio Wijnaldum, 30. Hollenski landsliðsmaðurinn virðist vera á leið til Barcelona eftir áramót. (Liverpool Echo)

Leikmenn Arsenal rifust á liðsfundinum sem Mikel Arteta boðaði eftir slaka byrjun á nýju tímabili. (ESPN)

Arsenal hefur áhuga á Berkay Özcan, 22 ára miðjumanni Istanbul Basaksehir. (Transfermarkt)

Framtíð William Saliba hjá Arsenal er í óvissu. Franski miðvörðurinn verður líklegast lánaður út í janúar. (ESPN)

Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, hefur tryggt sér nýjan skjólstæðing - hinn efnilega Eduardo Camavinga, 18 ára, sem spilar fyrir Rennes og er orðaður við lið á borð við Man Utd og Real Madrid. (L'Equipe)

Sean Longstaff, 23 ára miðjumaður Newcastle, er einnig búinn að skipta um umboðsmann. Ofurumboðsmaðurinn Pini Zahavi sér nú um hans mál og hefur sagt við Longstaff að það sé pláss fyrir hann í leikmannahópi Tottenham ef hann fær ekki nægilega gott samningstilboð frá Newcastle. (Daily Mail)

Massimiliano Allegri segist vilja reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið án félags í eitt og hálft ár eftir að hafa orðið Ítalíumeistari með AC Milan og Juventus. (Times)

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, vonast til að fá tvo varnarmenn lánaða í janúar. Hann er á höttunum eftir Marcos Rojo, 30 ára Man Utd, Terence Kongolo, 26 ára Fulham og Ben Davies, 25 ára Preston. (Sheffield Star)

Club Brugge hefur ekki áhuga á að kaupa Mbwana Samatta, 27, af Aston Villa. Þessi sóknarmaður hefur ekki staðist væntingar í enska boltanum og er að spila fyrir Fenerbahce að láni þessa dagana. (Birmingham Mail)

Juventus hefur áhuga á Douglas Luiz, 22 ára miðjumanni Aston Villa. (Tuttomercato)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, býst við að gefa tyrkneska sóknarmanninum Cenk Tosun, 29, meiri spiltíma í nánustu framtíð. (Liverpool Echo)

Pep Guardiola vonast til að Fernandinho, 35, geti leyst mikilvægt hlutverk af hólmi á sínu síðasta tímabili hjá Man City. Miðjumaðurinn duglegi verður samningslaus næsta sumar. (Manchester Evening News)

Joelinton, 24 ára sóknarmaður Newcastle, hefur miklar mætur á Steve Bruce og telur leikmannahópinn geta laumað sér í Evrópusæti undir hans stjórn. (Newcastle Chronicle)

Mark Warburton, stjóri QPR, hefur aðeins efni á að bæta við miðverði í janúar og getur því ekki styrkt framlínu liðsins. (West London Sport)

Man Utd vonast til að geta fengið stuðningsmenn á völlinn fyrir heimaleik gegn Leeds United síðar í desember. (Telegraph)

Sunderland er við það að ganga frá samningi við Lee Johnson, 39. Johnson hefur áður stýrt Bristol City og Oldham Athletic.
Athugasemdir
banner
banner