Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 00:10
Brynjar Ingi Erluson
Amorim: Föstu leikatriðin drápu leikinn
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: Getty Images
Portúgalski stjórinn Ruben Amorim mátti þola sitt fyrsta tap sem stjóri Manchester United er liðið tapaði fyrir Arsenal, 2-0, á Emirates í kvöld.

Eftir fremur daufan fyrri hálfleik var það Arsenal sem fór að nýta sér föstu leikatriðin betur.

Jurrien Timber og William Saliba skoruðu báðir eftir hornspyrnu, en Amorim segir að það hafi endanlega drepið leikinn fyrir United.

„Föstu leikatriðin breyttu leiknum. Við hefðum getað verið grimmari í teig Arsenal. Færin voru ekki mörg fram að föstu leikatriðunum, sem síðan drápu leikinn.“

„Þeir geta sett marga leikmenn nálægt markverðinum og það er nánast ómögulegt að berjast um boltann, en við verðum að geta varist þeim og vitum að við þurfum að gera betur.“


Matthijs De Ligt var hársbreidd frá því að jafna metin stuttu fyrir annað mark Arsenal, en David Raya varði frábærlega í markinu. Nokkrum mínútum eftir það gerði Saliba út um leikinn.

„Við vorum skuldbundir og töpuðum þessu á föstu leikatriðunum. Ef De Ligt hefði skorað á þessu augnabliki þá hefði leikurinn breyst. Við reyndum að spila en þetta er mjög vel skipulagt lið og það er erfitt að skora. Mér leið eins og leikmennirnir væru með stjórn á leiknum, en eins og ég segi þá breyttu föstu leikatriðin leiknum í síðari hálfleiknum,“ sagði Amorim í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner