Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. janúar 2019 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn Birgir tekur sæti Kára í landsliðshópnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason er búinn að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíþjóð og Eistlandi í næstu viku. Kári er að glíma við meiðsli. Kolbeinn Birgir Finnsson kemur inn í hópinn í hans stað.

Kolbeinn gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik í mánuðinum en hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.

Kolbeinn, sem er fæddur 1999, ólst upp hjá Fylki og spilaði níu leiki í Pepsi-deildinni sumarið 2015 áður en hann hélt til Groningen í Holland.

Samningur hans við Groningen rann út í sumar og skrifaði Kolbeinn undir tveggja ára samning við Brentford sem leikur í ensku Championship deildinni.

Íslenska landsliðið heimsækir Svíþjóð 11. janúar og Eistland 15. janúar. Undankeppni EM hefst svo í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner