Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 06. janúar 2019 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Warnock óáængður með Liverpool og Clyne - „Algjör óvirðing"
Warnock brosti ekki svona mikið í gær, Cardiff er úr leik í ensku bikarkeppninni.
Warnock brosti ekki svona mikið í gær, Cardiff er úr leik í ensku bikarkeppninni.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock og lærisveinar hans í Cardiff City töpuðu 1-0 gegn C-deildarliði Gillingham í ensku bikarkeppninni í gær.

Warnock greindi frá óáængju sinni með Liverpool og bakvörðinn Nathaniel Clyne í viðtali að leik loknum en Clyne fór á láni frá Liverpool til Bournemouth á dögunum en Warnock segist hafa verið búinn að fá loforð um að hann myndi koma til Cardiff.

„Ég er vonsvikinn með Nathaniel Clyne, ég hef þekkt hann frá því ég gaf honum hans fyrsta tækifæri í meistaraflokki. Ég er ekki bara vonsvikinn með hann, einnig Liverpool sem lét mig ekki vita af þessu."

„Ég sá það í sjónvarpinu að hann væri farinn til Bournemouth, ég var búinn að græja það sem þurfti að gera og búinn að fá loforð um það að hann yrði leikmaður minn í þessari viku, þetta er til skammar, algjör óvirðing," sagði Neil Warnock.




Athugasemdir
banner
banner