Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 06. febrúar 2020 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Af hverju breytir það leikmanninum ef hann er samkynhneigður eða ekki?"
Vivianne Miedema.
Vivianne Miedema.
Mynd: Getty Images
Vivianne Miedema, ein besta fótboltakona í heimi, telur að það þurfi karlmann sem er með þeim bestu í heimi í fótbolta að koma út úr skápnum svo að samkynhneigð verði samþykkt í fótboltaheiminum.

Margar af bestu fótboltakonum í heimi eru samkynhneigðar, en hinum megin, í karlaboltanum, hafa fáir komið út úr skápnum.

Justin Fashanu var fyrsti enski leikmaðurinn sem opinberaði samkynhneigð sína 1990 en hann tók eigið líf 37 ára gamall 1998.

Thomas Hitzlsperger, fyrrum leikmaður Aston Villa og fleiri félaga, kom út úr skápnum eftir að skórnir fóru upp á hillu. Enginn núverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni er opinberlega samkynhneigður.

Nokkuð hefur verið um hómófóbíu á fótboltavöllum í Englandi síðustu mánuði. Miedema, sem er í sambandi með Lisa Evans, liðsfélaga sínum hjá Arsenal, telur að ástandið myndi skána ef að einhver áberandi fótboltamaður myndi koma út úr skápnum.

„Auðvitað vil ég halda það," sagði Miedema er kemur fram á Guardian.

„Ef einhver mjög virtur leikmaður myndi koma út, þá held ég að það yrði auðveldara fyrir aðra stráka að koma út. Mér finnst að þú eigir að gera það sem þú vilt og leyfa fólki að gera það sem því líður vel með."

„Af breytir það leikmanninum ef hann er samkynhneigður eða ekki? Hverju breytir það ef leikmaður er frá Hollandi, frá Afríku eða Ástralíu? Við erum öll eins. Hvers vegna getum við ekki bara samþykkt hvernig við erum og hvað við erum, og farið þaðan. Njóttu þess að spila fótbolta og njóttu lífsins, það er auðvelt fyrir mig alla vega," sagði Miedema.

Athugasemdir
banner
banner