Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 06. febrúar 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atletico og Manchester United köldustu lið Evrópu
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
WhoScored.com birti áhugavert tíst á reikningi sínum í gær. Þar segir að Manchester United og Atletico Madrid séu í dag köldustu liðin í topp-5 deildum Evrópu.

United og Atletico hefur hvorugu tekist að skora í síðustu þremur deildarleikjum sínum og eru það þessa stundina flestir leikir án þess að ná að skora í ensku, þýsku, spænsku, ítölsku og frönsku deildinni.

Atletico Madrid gengur illa að skora, Joao Felix er meiddur, Alvaro Morata er tæpur og Diego Costa er að snúa til baka eftir meiðsli. Neista hefur vantað í leik Atletico og Diego Simeone, stjóri félagsins, af sumum sagður kominn á endarstöð með liðið.

Hjá United hefur illa gengið að skora í deildinni eftir meiðsli Marcus Rashford. Anthony Martial er ískaldur og Mason Greenwood fær að sumra mati of lítið að spila. Liðið krækti í Odion Ighalo á láni frá Kína fyrir gluggalok og spurning hvort hann hjálpi liðinu að koma inn mörkum.


Athugasemdir
banner
banner