Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 06. febrúar 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diego Costa vonast til að byrja gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Diego Costa hefur verið frá vegna meiðsla hjá Atletico Madrid frá því í nóvember. Hann hefur glímt við meiðsli á hálsi en það styttist í endkurkomuna.

Costa hefur fulla trú á því að hann verði orðinn klár þann 18. febrúar þegar Atletico mætir Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Heimildir Cadena Sur á Spáni herma að Costa hafi trú á að hann muni byrja leikinn.

Atletico er í dag án Joao Felix vegna meiðsla og þá er Alvaro Morata einnig að glíma við meiðsli. Kieran Trippier verður þá ekki með en hægri bakvörðurinn þurfti að fara í aðgerð.

Costa hefur einungis skorað tvö mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner