Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 06. febrúar 2020 11:54
Magnús Már Einarsson
Félagaskiptaglugganum á Englandi breytt - Lokar aftur 1. september
Mynd: Fótbolti.net
Félög í ensku úrvalsdeildinni samþykktu í dag að gera aftur breytingar á félagaskiptaglugganum á sumrin.

Undanfarin tvö ár hefur félagaskiptaglugginn á Englandi lokað fyrir fyrstu umferð í ensku úrvalsdeildinni um miðjan ágúst.

Nú mun félagaskiptaglugginn loka aftur um mánaðarmótin ágúst/september líkt og áður og því verður deildin byrjuð þegar glugginn lokar.

Ensku félögin ákváðu þetta þar sem að aðrar deildir í Evrópu hafa lokað um mánaðarmótin ágúst/september og um leið haft forskot í baráttu við ensku félögin á leikmannamarkaðinum.

Félagaskiptaglugginn í sumar mun því loka þriðjudaginn 1. september klukkan 17:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner