fim 06. febrúar 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Fjögurra ára bann fyrir rasisma í garð Tammy Abraham
Abraham fagnar marki með Chelsea.
Abraham fagnar marki með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Josef Smith, ársmiðahafi hjá Wolves í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í fjögurra ára bann frá fótbolta.

Hann gerðist sekur um rasisma í garð Tammy Abraham, sóknarmanns Chelsea, þegar Abraham skoraði þrennu gegn Úlfunum fyrr á tímabilinu.

Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að hann hafi skyrpt í átt að stuðningsmönnum Chelsea.

Smith var með sjötugri móður sinni á leiknum sem var í september í fyrra. Hann neitaði sök í málinu.

Honum var einnig gert að greiða alls að jafnaði 236 þúsund íslenskra króna í kostnað.

Fyrr í dag var greint frá því að 17 ára gamall stuðningsmaður Bournemouth hefði verið dæmdur í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki.

Hann var fundinn sekur um kynþáttaníð í köllum sínum úr stúkunni í leik Tottenham og Bournemouth í London þann 30. nóvember.

Mörg mál tengd kynþáttafordómum hafa komið upp í ensku úrvalsdeildinni, og annars staðar í fótboltaheiminum, á undanförnum mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner