Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. febrúar 2020 11:26
Magnús Már Einarsson
Lennon um Vals orðróm: Þetta er kjaftæði
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon, framherji FH, segir ekkert til í fréttum Morgunblaðsins að hann hafi verið búinn að samþykkja tilboð frá Val fyrr í vetur.

Morgunblaðið greindi frá því í janúar að Lennon væri búinn að samþykkja samningstilboð frá Val og að félagið væri í viðræum við FH um kaup á honum. Lennon blæs hressilega á þessar fréttir í viðtali við Lucas Arnold í hlaðvarpinu „Fótbolta stundum" í dag.

„Góðir leikmenn eru orðaðir við önnur félög. Það voru smá fjárhagsleg vandræði hjá FH sem leikmenn voru ekki ánægðir með. Það er búið að laga þessi vandamál," sagði Lennon í hlaðvarpinu.

„Varðandi fréttir um að það sé búið að bjóða mér samning eða ég sé búinn að samþykkja samning þá er kjaftæði að fjölmiðlar birti þetta. Allt tal um að Valur og FH hafi rætt um að ég skipti um félag er kjaftæði."

„Einn fjölmiðill birtir þetta og síðan eru þrír eða fjórir aðrir fjölmiðlar sem endurtaka þetta og þá dreifist þetta út um allt. Ég fékk símhringingar þennan dag en ég svaraði ekki símanum til að gefa þeim ummæli um þetta því ég er of hreinskilinn."


Lennon tjáði sig einnig um stöðuna hjá FH en fjárhagsvandræði félagsins voru til umræðu fyrr í vetur. Félagið hefur nú náð að greiða úr þeim málum.

„Það voru engin vandræði á milli mín og FH eins og sagt var frá í fjölmiðlum. Ég geri kröfur um alvöru umgjörð. Ég er einn af reyndari leikmönnunum hjá félaginu eftir að Davíð (Þór Viðarsson) og fleiri eru farnir. Ég er einn af þeim sem lýsi yfir skoðun minni og segi ef það er ekki gott. Ef fólk er ekki ánægt með þetta þá verður það að hafa það. Við vinnum ekkert ef við minnkum kröfurnar og sættum okkur við lítil vandamál. Á endanum verða það stór vandamál sem koma með okkur inn á völlinn. Ég vil frekar laga það á undirbúningstímabilinu og við hlökkum til ársins 2020," sagði Lennon í spjalli við Lucas Arnold.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner