Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. febrúar 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Páll Kristjáns býður sig fram til formanns KR - Grétar Sigfinnur útilokar ekki
Páll Kristjánsson var áður formaður KV í tólf ár.
Páll Kristjánsson var áður formaður KV í tólf ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðalfundur KR verður í lok mánaðarins en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sækist ekki eftir endurkjöri.

Páll Kristjánsson, stjórnarmaður hjá knattspyrnudeildinni, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir formennsku á aðalfundinum.

Páll starfar sem lögmaður og var áður formaður KV í tólf ár.

„Maður hefði auðvitað aldrei farið í framboð gegn sitjandi formanni sem hefur staðið sig vel. Ég til mig hafa margt fram að færa, ég þekki innviði félagsins og hvað má betur fara. Maður finnur fyrir ákveðnum meðbyr í félaginu og að maður nýtur stuðnings hjá öflugum KR-ingum," segir Páll við Fótbolta.net.

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrrum leikmaður KR, liggur undir feldi en hann hefur verið að skoða það hvort hann muni bjóða sig fram. Grétar sagði við Fótbolta.net að hann telji ólíklegt að hann muni taka slaginn en vildi ekki útiloka neitt strax.

Sjá einnig:
Kristinn Kjærnested sleppir stjórnartaumunum hjá KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner