Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 06. febrúar 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo hélt að hann yrði fiskveiðimaður á þessum aldri
Ronaldo er 35 ára.
Ronaldo er 35 ára.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður sögunnar, varð 35 ára gamall í gær. Ronaldo er enn á fullu í fótboltanum og hefur hann á þessu tímabili gert 22 mörk í 27 leikjum með Juventus á Ítalíu.

Í viðtali við Canal 11 segist hann ekki alltaf hafa búist við því að vera á þeim stað sem hann er í dag.

„Þegar ég yrði 35 ára? Þá hélt ég að ég yrði fiskveiðimaður á Madeira," sagði Ronaldo, en hann kemur frá eyjunni Madeira í Portúgal.

„Ég vildi verða atvinnumaður í fótbolta, en ég hélt ekki að ég myndi vinna allt sem ég hef unnið."

Ronaldo hefur unnið deildartitla á Englandi, Spáni og á Ítalíu, Meistaradeildina með Manchester United og Juventus, fagnað Evrópumeistaratitli með Portúgal, og þá hefur hann unnið einstaklingsverðlaunin Ballon d'Or fimm sinnum.

Nú stefnir hann á að vinna Meistaradeildina með Juventus eftir að hafa fallið úr leik í keppninni gegn Ajax í 8-liða úrslitum á síðasta tímabili.

„Við vitum að það verður erfitt, en það er mögulegt þar sem við erum með gott lið," sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner