Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 06. febrúar 2020 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski bikarinn: Ödegaard skoraði í sigri á Real Madrid
Martin Ödegaard er í láni frá Real Madrid.
Martin Ödegaard er í láni frá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Sociedad fagnar á Santiago Bernabeu.
Real Sociedad fagnar á Santiago Bernabeu.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 3 - 4 Real Sociedad
0-1 Martin Odegaard ('22 )
0-2 Alexander Isak ('54 )
0-3 Alexander Isak ('56 )
1-3 Marcelo ('59 )
1-4 Mikel Merino ('69 )
2-4 Rodrygo ('81 )
3-4 Nacho ('90 )

Norðmaðurinn Martin Ödegaard kom Real Sociedad á bragðið þegar liðið sló út Real Madrid í spænska bikarnum í kvöld. Ödegaard er í láni hjá Sociedad frá Real, en hann mátti spila leikinn.

Ödegaard kom Sociedad yfir á 22. mínútu. Markið má sjá hérna. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Hinn 21 árs gamli Ödegaard og félagi hans, hinn tvítugi Alexander Isak, voru í stuði í leiknum. Isak, sem Sociedad keypti frá Borussia Dortmund síðasta sumar, skoraði tvö snemma í seinni hálfleiknum og kom gestunum 3-0 yfir á Santiago Bernabeu.

Við það vaknaði Real Madrid aðeins til lífsins og minnkaði Marcelo muninn á 59. mínútu. Miðjumaðurinn Mikel Merino kom Sociedad hins vegar aftur í þriggja marka forystu rétt áður en leikklukkan sló 70 mínútur.

Rodrygo og Nacho minnkuðu muninn fyrir Real í 4-3 á síðustu mínútum leiksins, en það kom of seint. Real Sociedad fer áfram í undanúrslit spænska bikarsins. Topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid, er úr leik.

Klukkan 20:00 hefst leikur Athletic Bilbao og Barcelona í spænsku bikarkeppninni. Það er síðasti leikur 8-liða úrslitanna. Ásamt Real Sociedad eru Granada og Mirandes komin í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner