Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. mars 2020 18:59
Brynjar Ingi Erluson
Katar: Langþráður sigur hjá Heimi og Aroni
Aron Einar Gunnarsson og félagar unnu langþráðan sigur
Aron Einar Gunnarsson og félagar unnu langþráðan sigur
Mynd: Getty Images
Al Arabi lagði Al Kohr 1-0 er liðin mættust í úrvalsdeildinni í Katar í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins frá því í byrjun janúar.

Al Arabi vann síðast Al Ahli 3-0 þann 2. janúar síðastliðinn en liðið lék sex leiki eftir það þar sem það tapaði einum leik og gerði fimm jafntefli.

Það hafðist þó sigur í dag en Hamdi Haraboui skoraði sigurmarkið á 21. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al Arabi í dag en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins.

Al Arabi er í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig fimmtán stigum á eftir Al Duhail sem er í efsta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner