Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. mars 2020 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Leik Strasbourg og PSG frestað vegna kórónaveirunnar
Mynd: Getty Images
Leik Strasbourg og Paris Saint-Germain í frönsku deildinni hefur verið frestað vegna kórónaveirunnar en þetta staðfestu yfirvöld á Bas-Rhin svæðinu í Frakklandi í kvöld.

Liðin áttu að mætast í 28. umferð deildarinnar en ákveðið var að hætta við að spila leikinn á morgun til að minnka áhættu á útbreiðslu kórónaveirunnar.

PSG bað yfirvöld um að leikurinn yrði spilaður fyrir luktum dyrum en þeirri beiðni var neitað.

Ekki er ljóst hvenær leikurinn verður spilaður en franska deildin vinnur að því að finna hentugan leikdag fyrir bæði lið.

Félög í Seríu A á Ítalíu munu spila fyrir luktum dyrum næstu vikurnar vegna veirunnar sem hefur haft skæð áhrif þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner