Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. apríl 2016 15:40
Elvar Geir Magnússon
Spænskur markvörður í Leikni Fáskrúðsfirði (Staðfest)
Leiknismenn hafa fengið markvörð.
Leiknismenn hafa fengið markvörð.
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Spænskur markvörðir, Adrian Murcia, er genginn í raðir Leiknis Fáskrúðsfirði.

Leiknismenn eru nýliðar í 1. deildinni í sumar en Murcia er 24 ára og hefur undanfarin ár leikið með Alcoyano í spænsku C-deildinni.

Fyrr á árinu gekk ítalski markvörðurinn Stefano Layeni í raðir Leiknismanna en hann þurfti að yfirgefa félagið þar sem ekki náðist samkomulag um að hann myndi vinna meðfram því að æfa og spila með liðinu.

Layeni fór þá í Fram en búið er að fylla hans skarð með því að fá Murcia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner