Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. apríl 2021 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum sænsk landsliðskona spennt að sjá Sveindísi
Sveindís fagnar marki með Breiðablik síðasta sumar.
Sveindís fagnar marki með Breiðablik síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð fer af stað um þar næstu helgi og það eru margir Íslendingar í deildinni.

Það eru hvergi fleiri Íslendingar en hjá Kristianstad. Það eru tveir íslenskir leikmenn og þjálfarar liðsins eru íslenskir.

Fyrrum sænska landsliðskonan Hanna Marklund er sérstaklega spennt fyrir því að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur með Kristianstad á komandi tímabili.

Kristianstad er spáð þriðja sæti deildarinnar hjá Fotbollskanalen og Marklund tók Sveindísi sérstaklega fyrir í umfjöllun sinni um liðið.

„Sveindís Jónsdóttir er á láni frá Wolfsburg og ég tel að það geti verið mjög gott fyrir Kristianstad, ekki síst vegna langra innkasta hennar. Svíþjóð átti erfitt með innköst hennar í landsleik á síðasta ári og hún verður mjög mikilvæg fyrir Kristianstad. Hún hefur burði í það að vera lykilmaður á þessu ári," sagði Marklund.

Sjá einnig:
Sveindís ótrúlega spennt: Ekki nóg að segja það upphátt og gera ekkert í því
Athugasemdir
banner
banner