Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. maí 2020 12:59
Ívan Guðjón Baldursson
Aguero: Tvö skref fyrir Van Dijk eru fimmtíu fyrir mig
Mynd: Getty Images
Sergio Agüero er meðal markahæstu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og hefur mætt fjölda varnarmanna í gegnum tíðina.

Hann telur hollenska tröllið Virgil van Dijk vera meðal bestu varnarmanna sem hann hefur nokkurn tímann mætt. Þetta sagði hann við El Chiringuito.

„Hann er mjög sterkur maður á mann og notar líkamann sinn virkilega vel. Svo er hann gríðarlega hávaxinn og með þessa langa fótleggi," sagði Aguero.

„Hann lítur ekki út fyrir að vera hraður en hann er það útaf þessum löngu fótleggjum, þeir ná út um allt. Tvö skref fyrir hann eru fimmtíu fyrir mig!

„Hann helsti kostur er hversu gáfaður hann er. Hann er aldrei stressaður, alltaf mjög rólegur og þolinmóður. Það gerir lífið mjög erfitt fyrir sóknarmenn. Ég er til dæmis frekar snöggur og góður að rekja boltann þannig ég vil að varnarmaðurinn komi í mig. Van Dijk er mjög góður í að halda mér frá markinu meðan hann bíður eftir aðstoð."


Aguero er kominn með 16 mörk í 22 úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu og hefur skorað 180 mörk í 261 úrvalsdeildarleik með Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner