Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Miðjan
Bjarnólfur: Verður mynd af mér nöktum á legsteininum
Bjarnólfur Lárusson er gestur vikunnar í Miðjunni.
Bjarnólfur Lárusson er gestur vikunnar í Miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Takk fyrir að rifja þetta upp. Það verður mynd af mér nöktum á legsteininum. Þetta fer ekki frá mér," sagði Bjarnólfur Lárusson í podcastþættinum Miðjan á Fótbolta.net sem kom út í dag.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Bjarnólfur rifjar þar upp þegar hann sat nakinn fyrir á forsíðu Mannlífs árið 2001 þegar hann var að koma heim úr atvinnumennsku til ÍBV.

„Egill Ólafs söng með Stuðmönnum um að gera allt fyrir frægðina nema koma nakinn fram. Ég ákvað að gera allt fyrir frægðina og koma nakinn fram. Það voru engar hömlur á þessum tíma hvað menn voru tilbúnir að gera fyrir frægðina. Það er bara ljóst og verður að viðurkennast."

Mannlíf hafði verið að gera umfjöllun um efnilegast fólk Íslands, íþróttamann, fréttamann, leikara og fleiri. Hann var íþróttamaðurinnn sem var fjallað um og var beðinn að mæta í myndatöku sem hann og gerði með Tómas Inga Tómasson sér til halds og trausts.

„Við þurftum að bíða eftir myndatökunni svo við fórum á bar og fengum okkur 2-3 og mættum svo á réttum tíma í myndatökuna og búið að stilla öllu upp. Þau sögðust vera með hugmynd um að hafa mig nakinn. Ég spyr Tomma 'hvernig lýst þér á þetta?' Hann svarar: 'Þetta er frábær hugmynd Bjarnólfur'. Svo var það ekkert hugsað meira."

Bjarnólfur fjallar frekar um málið í viðtalinu og segir meðal annars frá því þegar myndin var prentuð mjög stór við hlið sjoppunnar á Þjóðhátíð þetta árið auk þess sem hún er alltaf rifjuð upp þegar hann byrjar á nýjum vinnustöðum.
Miðjan - Bjarnólfur var til í að koma nakinn fram fyrir frægðina
Athugasemdir
banner
banner
banner