Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. maí 2020 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dybala loksins laus við kórónuveiruna
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala, sóknarmaður Ítalíumeistara Juventus, er loksins laus við kórónuveiruna.

Dybala hefur verið einstaklega óheppinn. Í lok apríl var fjórða jákvæða sýnið tekið frá Dybala á sex vikum.

Núna hefur loksins verið tekið neikvætt sýni frá Dybala sem eru gleðitíðindi.

Dybala birti skemmtilega mynd á Instagram í tilefni þess og má sjá þá mynd hér að neðan.

Dybala og félagar í Juventus er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með einu stigi meira en Lazio. Stefnt er á að hefja tímabilið aftur á Ítalíu í næsta mánuði, en landið hefur komið gríðarlega illa út úr veirunni.

Búið er að slaka aðeins á útgöngubanninu á Ítalíu og má fólk núna fara út í göngutúra sem dæmi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner