Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2020 14:27
Elvar Geir Magnússon
Fótboltaleikir leyfðir á Íslandi frá og með 25. maí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næsta skref í afléttingu verður 25. maí næstkomandi. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á fréttamannafundi í dag.

Þá komast allar æfingar fullorðinna væntanlega á fullt skrið og kappleikir verða leyfðir aftur.

Íslensk félagslið ættu þá að geta tekið æfingaleiki en stefnt er að því að Pepsi Max-deildin fari af stað 13. júní.

Þórólf­ur sagði að hægt yrði að aflétta tak­mörk­un­um hraðar ef vel gengi að hemja far­ald­ur­inn.

Í þessu skrefi yrði einnig leyfð opnun á starfsemi líkamsræktarstöðva með skilyrðum og fjöldi í sama rými myndi hækka.

Nú er miðað við 50 en talað er um að 100 gæti verið viðmiðið þegar íslenski boltinn fer af stað. Ekki mættu þá mæta fleiri áhorfendur á hvern leik.

Sjá einnig:
Svona á fyrsta umferð Pepsi Max að vera
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner