Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. maí 2020 08:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Gummi Ben: Á að vera einn sá besti en var það alls ekki í fyrra
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, segist gera þá kröfu á Björn Daníel Sverrisson, miðjumann FH, að hann verði mun betri á komandi tímabili en því síðasta.

Björn Daníel kom úr atvinnumennskunni fyrir síðasta tímabil og miklar væntingar voru gerðar til hans.

„Ég geri þá kröfu að Björn Daníel verði í huga allra þegar rætt verður um besta leikmann mótsins 2020," sagði Gummi Ben í spjallþætti í gær.

„Þessi gæi á að vera einn besti leikmaður deildarinnar en hann var það alls ekki í fyrra. Hann hefur alla hæfileika til þess."

Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV, var gestur í þættinum og tók undir orð Gumma.

„Hann gæti verið svindlkall. Hann var ekki hræðilegur í fyrra en maður veit að það er meira í boði þarna," sagði Sigurvin.

Björn Daníel lék alla 22 leiki FH í Pepsi Max-deildinni í fyrra og skoraði þrjú mörk þegar liðið hafnaði í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner