Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Iniesta hringdi í börn sem voru getin eftir markið hans
Iniesta með Meistaradeildarbikarinn.
Iniesta með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: Getty Images
Á þessum degi fyrir 11 árum síðan skoraði miðjumaðurinn Andres Iniesta mark sem kom Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hann skoraði jöfnunarmark Barcelona gegn Chelsea á Stamford Bridge í undanúrslitum keppninnar og braust út mikill fögnuður. Markið dugði Börsungum til að komast áfram.

Stuðningsmenn Barcelona voru vægast sagt glaðir og voru sumir það glaðir að mörg börn fæddust í Barcelona níu mánuðum síðar. Ellefu árum síðar minntist Iniesta marksins með því að hringja í tvo tíu ára drengi sem fæddust í janúar 2010.

„Er móðir þín búin að sýna þér markið?" spurði Iniesta hinn tíu ára gamla Ignacio sem var auðvitað búinn að sjá markið.

Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2009 vann Barcelona sigur á Manchester United þar sem Lionel Messi og Samuel Eto'o skoruðu mörkin.

Leikurinn sjálfur á milli Chelsea og Barcelona er þó líklega meira þekktur fyrir dómgæslu Norðmannsins Tom Henning Övrebö. Chelsea vildi fá fjórar vítaspyrnur í leiknum, en Övrebö dæmdi ekkert.

Iniesta leikur í dag með Vissel Kobe í Japan.

Sjá einnig:
Iniesta: Vil sparka í bolta eins lengi og ég get


Athugasemdir
banner
banner
banner