Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. maí 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kemur ekki til greina hjá City að selja Sane á 35 milljónir punda
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Manchester City er frekar til í að leyfa Leroy Sane að fara inn í sitt síðasta ár á samningi sínum hjá félaginu, frekar en að leyfa honum að fara ódýrt til Bayern München í Þýskalandi.

Um þetta skrifar Simon Stone fyrir BBC.

Bayern hefur haft mikinn áhuga á kantmanninum síðastliðið ár og er leikmaðurinn sjálfur sagður áhugasamur um að fara aftur til Þýskalands þar sem hann lék fyrir Schalke áður en hann fór til Manchester City árið 2016. Sane er þýskur landsliðsmaður.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, lítur hins vegar á Sane sem lykilmann.

Sögusagnir hafa verið um að Bayern muni gera 35 milljón punda tilboð í Sane, en því tilboði yrði hafnað strax ef það myndi koma inn á borð hjá Man City, þrátt fyrir að samningur Sane renni út á næsta ári. Þetta skrifar Stone.

Sane hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla, en hann var að koma til baka áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.

Bayern reyndi að fá hann síðasta sumar, en þá vildi City fá fyrir hann 100 milljónir punda. Sá verðmiði er ekki lengur raunhæfur, en City er rólegt yfir stöðu mála og ætlar sér að halda honum ef ekki næst samkomulag um kaupverð.
Athugasemdir
banner
banner