Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 06. maí 2020 10:40
Elvar Geir Magnússon
Kristian á sér draum um að spila landsleik með bróður sínum
Kristian Nökkvi í landsliðsverkefni.
Kristian Nökkvi í landsliðsverkefni.
Mynd: Hulda Margrét
Hinn sextán ára Kristian Nökkvi Hlynsson gekk í raðir hollenska stórliðsins Ajax frá Breiðabliki í upphafi ársins. Í viðtali við vefsíðuna voetbalprimeur.nl ræðir hann um markmið sín og drauma.

Kórónaveirufaraldurinn hefur haft áhrif á nánast alla fótboltamenn heimsins og segir Kristian að hann hafi flækt fyrstu mánuði sína hjá Ajax. Tímabilinu í Hollandi var aflýst.

„Ég vil skora mörg mörk og eiga stoðsendingar á næsta tímabili. Þá vil ég líka vinna titla með liðinu. Þá er ég einnig með þá von að leika minn fyrsta leik með Jong Ajax," segir miðjumaðurinn ungi og er þá að tala um varalið félagsins sem er í hollensku B-deildinni.

Kristian er nú á Íslandi og er hér í einstaklingsæfingum.

„Ég verð að styrkja mig aðeins og auka hraðann. Ég horfi mikið á leikmenn eins og Kevin de Bruyne og Hakim Ziyech. Ég er hrifinn af svona sköpunarglöðum leikmönnum."

Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Víkings, er bróðir Kristians. Ágúst var í akademíu Norwich. City.

„Ágúst hefur þegar öðlast talsverða reynslu. Hann hefur sjálfur verið erlendis og ég get fengið margar upplýsingar frá honum."

„Hann er með aðeins meiri sprengikraft en ég er með meiri tækni. Draumurinn er að spila með bróður mínum einn daginn. Kannski verður það með íslenska landsliðinu," segir Kristian en hér að neðan má sjá mark sem hann skoraði fyrir U17 lið Ajax.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner