mið 06. maí 2020 08:54
Elvar Geir Magnússon
Læknar á Englandi lýsa yfir verulegum áhyggjum
Allt í lás í enska boltanum.
Allt í lás í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Hópur lækna í ensku úrvalsdeildinni hefur skrifað bréf til ensku úrvalsdeildarinnar og lýst yfir alvarlegum áhyggjum sínum yfir þeirri áhættu sem er tekin með því að hefja tímabilið aftur meðan kórónuveirufaraldurinn er skæður í landinu.

Læknar eru efins um að hægt verði að standa við allar nauðsynlegar kröfur til að tryggja öryggi þegar snúið verður aftur til æfinga og keppni að fullu, gefi stjórnvöld grænt ljós á það.

Guardian segir að læknir eins félags hafi alvarlegar áhyggjur af því að hægt verði að spila fótbolta í landinu við öruggar aðstæður á næstunni.

Verið er að undirbúa öruggisáætlanir svo hægt verði að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni en ekki verður hægt að ljúka þeim fyrr en stjórnvöld gefa út tilmæli um slakanir á aðgerðum. Mögulegt er að þannig tilmæli komi á sunnudag.

Næsti stóri fundur ensku úrvalsdeildarinnar er áætlaður á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner